Hér að neðan kemur grein sem gefin var út í morgunblaðinu þann 11. mars 1995 og okkur fannst hún skemmtilega vel smíðuð með góðum upplýsingum, svo við ákváðum að endurlífga hana fyrir nýrri kynslóð.
Hún er sem fylgir:
SUMIR karlar eiga í mesta basli meða að hnýta bindið sitt eða slaufuna sómasamlega. Meðfylgjandi myndir af sígildum hnútum og nýjustu afbrigðum eru gagngert birtar til að auðvelda þeim verkið, en sagt er að margar konur líti fyrst og fremst á bindis- eða slaufuhnútinn til marks um að karl sé sannkallaður herramaður; fágaður, snyrtilegur og frambærilegur í alla staði.
Windsor-hnútur
HNÚTURINN er nefndur eftir hertoganum af Windsor. Hann vildi hafa hnútinn þykkan, taldi slíkt fara betur við sniðið á skyrtum sínum, sem yfirleitt voru með opnum flibba. Silkibindi henta best í Windsor-hnútinn.
Hálfur Windsor-hnútur
HÁLFUR Windsor-hnútur er fyrirferðarminni en Windsor-hnúturinn en engu að síður traustvekjandi og fer best á silkibindum.
Fjögurra handbragða-hnútur
SÍGILDUR og einfaldur hnútur, sem hentar öllum efnisgerðum. Á nítjándu öld voru breskir ökumenn hestvagna vanir að binda trefla sína á þennan hátt til að hindra að þeir fykju út í buskann.
Shelby-hnútur
BYRJAÐ er að hnýta þennan smágerða og nákvæma hnút með bindið úthverft. Ef vel tekst til leggst breiðari hluti bindisins nákvæmlega fyrir miðju. Rangan á mjórri hlutanum snýr út og á að haldast vel fyrir aftan.
Slaufa
HVORT sem slaufa er notuð við hátíðleg tækifæri eða að degi til skal hnýta hana þannig að hún nái ekki út fyrir sverustu hálslínu.
Hálsklútur
HÁLSKLÚTAR þykja eilítið töffaralegir, minna jafnvel á Cary Grant í kvikmyndinni „To Catch a Thief“. Varla er hætta á mistökum hafi menn hálsklút með góðu sniði, þ.e. jafnbreiða til beggja enda og mjórri í miðjunni.
________________________________________________________________________Dálítið hugguleg grein frá tæplega 30 árum síðan, en tímalausar upplýsingar fyrir þá sem hafa áhuga og taka klæðaburði sínum alvarlega.
Endilega skoðaðu úrvalið af silkibindum okkar HÉR og hver veit nema við bætum við hálsklútum.
Sjáðu hvers vegna að nota bindi í þessari grein: Verum í bindi
Hér er hlekkur að greininni í sinni upprunalegu uppsetningu. https://timarit.is/page/1825455#page/n17/mode/2up
Því miður fundum við ekki upprunulega höfund greinarinnar en ef einhver veit hver það er, má endilega koma því á okkur á hafðu samband síðu okkar.